Sheik Jassim frá Katar hefur lagt fram á nýjan leik formlegt tilboð í Manchester United. Allir helstu miðlar greina frá.
Fyrr í dag var greint frá því að Sir Jim Ratcliffe væri búinn að skila inn sínu tilboði. Frestur til þess að gera tilboð rann út klukkan 21:00 í kvöld.
Búist er við að Sheik Jassim hafi boðið í kringum 5,5 milljarða punda til Glazer fjölskyldunnar.
Breaking: The second Qatar-based bid for Manchester United is IN. I understand Sheikh Jassim remains confident and fully engaged. Group believes their project is best for club, fans & community. Now it’s over to the Glazers. This may be a long week…#mufc
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) March 22, 2023
Samkvæmt réttum teljur Sheik Jassim að sitt tilboð sé það besta fyrir félagið, stuðningsmenn og samfélagið í kring.
Glazer fjölskyldan fer yfir tilboðin sem berast og svarar þeim á næstu dögum, möguleiki er á að viðræður um kaupin fari í þriðju umferð.
Bæði Sheik Jassim og Ratcliffe hafa gríðarlegan áhuga á að festa kaupa á félaginu en Glaszer fjölskyldan vill fá í kringum 6 milljarða punda.