Jose Mourinho stjóri Roma er einn þeirra sem sagður er koma til greina sem næsti stjóri Real Madrid. Það er Mundo Deportivo sem segir frá.
Mourinho gæti tekið við Real Madrid í sumar en allt bendir til þess að Carlo Ancelotti láti af störfum.
Florentino Perez forseti Real Madrid er ósáttur með Ancelotti á þessu tímabili og Ancelotti vill sjálfur taka við landsliði Brasilíu.
Mundo segir að Mourinho komi vel til greina en hann tók við Real Madrid árið 2010 og stýrði liðinu í þrjú ár.
Á listanum er einnig að finna Thomas Tuchel og Mauricio Pochettinho sem báðir hafa verið atvinnulausir síðustu mánuði.
Xabi Alonso fyrrum leikmaður Real Madrid og nú þjálfari Bayer Leverkusen kemur einnig til greina og Oliver Glasner þjálfari Frankfurt er líka nefndur til sögunnar.
Zinedine Zidane sem verið hefur atvinnulaus í tæp tvö ár eftir að hafa hætt við Real Madrid kemur einnig til greina í endurkomu.