Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen
Nú stendur yfir síðasta æfing íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 á morgun.
Fer hún fram í Munchen þar sem íslenska liðið hefur æft undanfarna dag. Fljótlega eftir æfingu mun hópurinn fljúga yfir til Sarajevó. Leikurinn sjálfur fer svo fram í bosnísku borginni Zenica.
Rjómablíða er í Munchen í dag og voru landsliðsmenn og þjálfarar ansi hressir.
Það er ljóst að landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson tekur að sér öll verkefni er snúa að æfingum og er ekki yfir það hafinn að bera eitt stykki mark, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.