Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Jóhann Berg Guðmundsson verður með fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari greindi frá þessu á blaðamannafundi í Zenica í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson er í banni í leiknum og Jóhann Berg því með bandið í hans fjarveru.
Auk Bosníu er Ísland í riðli með Portúgal, Slóvakíu, Lúxemborg og Liechtenstein, en strákarnir mæta einmitt síðastnefnda liðinu á sunnudag.