Dele Alli miðjumaður Besiktas hefur ekki sést á æfingasvæði félagsins undanfarna daga. Þrátt fyrir að fá ekki að spila hjá liðinu á Dele að mæta til æfinga.
Dele birtist á mynd á föstudag þar sem hann hitti Kim Kardashian og börn hennar sem voru að flakka um Evrópu.
„Dele hefur ekki komið, það hlýtur að vera rigning. Við erum að reyna að fá fréttir,“ segir Senol Gunes þjálfari Besiktas.
Dele er á láni hjá Besiktas frá Everton en allar líkur eru á því að félagið skili honum aftur til Englands í sumar.
Hjá Everton hafa menn engan sérstakan áhuga á því að fá Dele aftur en ferill þessa enska leikmanns hefur farið hratt niður á við.