Tony Knapp, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem og karlaliðs KR er látinn, 86 ára að aldri. Hann féll frá í nótt.
Knapp tók tvíveigis við íslenska landsliðinu, fyrst á árunum 1974 til 1977 og svo á árunum 1984-1985. Þar áður hafði hann stýrt KR yfir tveggja tímabila skeið.
Eftir seinna landsliðsþjálfaraskeið sitt með íslenska landsliðinu hélt Tony til Noregs þar sem hann átti eftir að þjálfa nokkur norsk félagslið, þar á meðal Viking og Brann.
Á leikmannaferli sínum spilaði Tony með þekktum liðum á Englandi, liðum á borð við Leicester City, Southampton og Coventry City en Tony var varnarmaður að upplagi.