Sead Kolasinac, varnarmaður landsliðs Bosníu & Herzegovinu, hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda landsleiks Bosníu og Íslands í undankeppni EM 2024 á morgun og hefur undanfarna daga verið á einstaklingsæfingum.
Kolasinac meiddist í leik með franska liðinu Marseille á dögunum og er nú í kappi við tímann og óljóst á þessari stundu hvort að hann geti hjálpað liðsfélögum sínum í leiknum gegn Íslandi á morgun.
Þessi 29 ára gamli varnarmaður, sem var á sínum tíma á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal, á að baki 51 A-landsleik fyrir landslið Bosníu & Herzegovinu.