Christian Eriksen miðjumaður Manchester United færist nær því að spila fótbolta aftur en hann birti mynd af sér á æfingasvæði félagsins í dag.
Eriksen byrjaði á að birta mynd af sér í skóm þar sem hann er vel varinn eftir að hafa orðið fyrir grófri tæklingu í lok janúar
Bataferli Eriksen hefur verið betra en vonir stóðu til um og gæti hann nú farið að byrja að spila aftur í byrjun apríl.
Eriksen hafði verið algjör lykilmaður í liði United þangað til að hann meiddist en Eriksen kom frítt til United síðasta sumar.
Eriksen kemur inn á góðum tíma fyrir United en liðið er að berjast í undanúrslitum enska bikarsins, átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og berst um Meistaradeildarsæti í deildinni.