fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Varpar ljósi á stundina sem gaf þjálfurum íslenska landsliðsins mikið – „Menn voru til­búnir í að hlaupa fyrir fyrirliðann sinn“

433
Þriðjudaginn 21. mars 2023 13:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guð­jóns­son, að­stoðar­lands­liðs­þjálfari ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, var gestur í þættinum 433.is sem var á dag­skrá Hring­brautar í gær­kvöldi. Þar fór Jóhannes Karl yfir stöðuna hjá lands­liðinu fyrir fyrstu leiki þess í undan­keppni EM.

Skaga­maðurinn telur þróunina hjá lands­liðinu vera í rétta átt.

„Við vorum náttúru­lega með mjög ungt lið í Þjóða­deildinni, sem var alveg skemmti­legt þó svo leikirnir höfðu endað með full mörgum jafn­teflum en okkur finnst við hafa fengið helst til of lítið úr mörgum leikjum þar. Inn í þetta ár teljum við okkur hins vegar núna vera með svaka­lega góða blöndu í okkar lands­liðs­hóp af reynslu­miklum leik­mönnum í bland við unga og hæfi­leika­ríka stráka.“

Það var svo einn á­kveðinn tíma­punktur í lands­liðs­verk­efnum síðasta árs sem gaf lands­liðs­þjálfurunum góða vís­bendingu um það hvar liðið væri statt á sinni veg­ferð.

„Við fundum það í síðasta leiknum á úti­velli gegn Albaníu í Þjóða­deildinni, þegar að fyrir­liðinn okkar Aron Einar var rekinn af velli, að það bjó rosa­legur andi í hópnum. Við fundum að það var komin svona rosa­lega öflug liðs­heild og sterkur karakter. Menn voru til­búnir í að hlaupa fyrir fyriliðann sinn sem þurfti að fara út af snemma leiks. Það er eitt­hvað sem við tökum með okkur inn í þetta átt. Við búum yfir gríðar­lega öflugri liðs­heild, reynslu­miklum leik­mönnum í bland við hæfi­leika­ríka menn.“

Ís­lenska lands­liðið hefur leik í undan­keppni EM á fimmtu­daginn næst­komandi þegar liðið mætir Bosníu & Herzegovinu á úti­velli. Á sunnu­daginn tekur svo við leikur gegn Liechten­stein sem fer einnig fram á úti­velli.

Við­talið við Jóhannes Karl í þættinum 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur