Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen
„Það er ný undankeppni að byrja, gaman að hitta hópinn og ég er bara virkilega jákvæður,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður í aðdraganda leiksins við Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024.
Um fyrsta leik liðanna í riðlinum er að ræða. Íslenska liðið æfir nú í Munchen en ferðast yfir til Bosníu á morgun.
Jón Dagur, sem er leikmaður Leuven í Belgíu, segir góðan anda í íslenska hópnum.
„Það hefur aldrei vantað upp á stemninguna þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Það breytist ekkert núna.“
Ljóst er að leikurinn gegn Bosníu verður krefjandi.
„Þetta verður hörkuleikur. Þeir voru að skipta um þjálfara svo það verður kannski erfitt að greina hvernig þeir ætla að spila.“
Umræða hefur verið um að völlurinn í Bosníu sé ekki í svo góðu standi.
„Við verðum bara klárir í allt. Það er ekki hægt að undirbúa sig út frá vellinum,“ segir Jón Dagur.
Viðtalið í heild er hér að neðan.