Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen
Íslenska karlalandsliðið er mætt til Munchen þar sem það undirbýr sig fyrir leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins 2024.
Um fyrstu leiki undankeppninnnar er að ræða. Bosnía verður fyrsti andstæðingurinn á fimmtudag en þangað ferðast íslenska liðið á morgun og mætir svo heimamönnum í Zenica.
Strákarnir okkar undirbúa sig hins vegar í Munchen. Þar væsir ekki um þá. Þeir dvelja á Andaz Munich Schwabinger Tor hótelinu, en um fimm stjörnu hótel á flottum stað í borginni er að ræða.
Hægt er að finna innahúslaug og spa á hótelinu, svo eitthvað sé nefnt.
Hér að neðan má sjá myndir.