Leikmenn enska landsliðsins eru mættir til æfinga fyrir leiki liðsins í undankeppni EM 2024. Bukayo Saka, stjörnuleikmaður Arsenal, er sem fyrr í landsliðshópi Englendinga en hann hefur farið á kostum á tímabili með Skyttunum.
Það vakti athygli á dögunum þegar að raunveruleikaþátta stjarnan Kim Kardashian mætti á leik Arsenal og Sporting Lisbon í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Svo fór að Arsenal tapaði umræddum leik og féll þar með úr leik í Evrópudeildinni.
Það að Kim Kardashian hafi mætt á leik Arsenal er eitthvað sem liðsfélagar Saka hjá landsliðinu ætla að nóta til þess að grínast í ungstirninu.
Er Saka mætti til móts við liðsfélaga sína á St. George’s Park æfingasvæðinu var Declan Rice, miðjumaður liðsins fljótur að gantast í honum.
„Hann er búinn að vera á Facetime með Kim Kardashian. Hann vill ekki vera með okkur lengur,“ kallaði Rice í áttina að Saka og vakti mikla kátínu.
“He’s been on FaceTime with Kim Kardashian, bruv. He doesn’t want us anymore.”
Declan Rice welcoming Bukayo Saka to England camp 🤣
(via @England)pic.twitter.com/g0FSedbBDM
— B/R Football (@brfootball) March 21, 2023