Argentínska knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi er mættur heim til Argentínu fyrir komandi verkefni landsliðsins, tvo vináttuleiki á heimavelli. Messi gerði sér ferð á veitingastað í borginni og það spurðist út, viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Hægt er að tala um að viðbrögðin sem Messi fékk í Buenos Aires hafi verið allt önnur en þau viðbrögð sem hann fékk frá stuðningsmönnum eigin félagsliðs, Paris Saint-Germain um nýliðna helgi. Baulað var á Messi er PSG þurfti að þola ósigur gegn Rennes um helgina.
En fyrir utan veitingastaðinn í Buenos Aires hafði fjöldi fólks safnast saman til að bera þjóðhetjuna, sem leiddi Argentínu til sigurs á HM í Katar undir lok síðasta árs augum.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:
Lionel Messi leaving the restaurant. Rock star. Via @M30Xtra.pic.twitter.com/sxHStBX1kQ
— Roy Nemer (@RoyNemer) March 21, 2023