„Hver er þetta?,“ skrifaði Ruben Dias varnarmaður Manchester City eftir að Nathan Ake samherji hans birti myndband af sér á brókinni.
Ake var að sitja fyrir hjá Nike og var að auglýsa nýjar nærbuxur sem Nike var að setja á markað.
Myndirnar af Ake úr þessari töku hafa vakið mikla athygli en þar er hollenski leikmaðurinn í rosalegu formi.
Ake hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá City á þessu tímabili og miklu stærra hlutverki en nokkrum óraði fyrir.
Ake virðist í sínu besta formi eins og myndirnar sanna hér að neðan.