Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur gengið frá ráðningu á Roy Hodgson sem tekur við sem knattspyrnustjóri félagsins út yfirstandandi tímabil. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu.
Hodgson tekur við stöðunni af Patrick Vieira sem var á dögunum rekinn úr starfi. Hodgson til aðstoðar verður Paddy McCarthy, fyrrum leikmaður Palace og meðlimur í þjálfarateymi liðsins en hann stýrði Palace í leik gegn Arsenal um síðustu helgi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hodgson tekur við Crystal Palace, hann var knattspyrnustjóri liðsins á árunum 2017-2021.
„Það eru forréttindi að vera beðinn um að snúa aftur til félagsins sem hefur alltaf staðið nærri hjarta mínu,“ segir Hodgson í yfirlýsingu Crystal Palace. „Þar fá ég í hendurnar mikilvægt verkefni sem snýr að því að snúa gengi liðsins við. Okkar markmið núna er að byrja vinna knattspyrnuleiki á ný og næla í stigin sem halda okkur í ensku úrvalsdeildinni.
Crystal Palace er þekkt fyrir baráttuanda sinn og ég efast ekki um það í eina sekúndu að stuðningsmenn félagsins munu standa þétt við bakið á okkur.“
Roy Hodgson has been appointed Crystal Palace manager until the end of the season.
Paddy McCarthy will take the role as his assistant manager, and Ray Lewington returns as first-team coach.
Dean Kiely remains in his position as goalkeeping coach.
Welcome back, Roy.#CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 21, 2023