fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Grét mikið eftir að alvarleiki málsins rann upp fyrir honum

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus, stjörnuleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal segist hafa brostið í grát eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum undir lok síðasta árs með brasilíska landsliðinu á HM í Katar. Frá þessu greinir Jesus í nýrri heimildarþáttaröð um endurkomu hans á knattspyrnuvöllinn.

Jesus gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City fyrir yfirstandandi tímabil og hafði komið sér vel fyrir í Norður-Lundúnum sem og spilað vel fyrir Arsenal þegar kom að HM í Katar undir lok nóvember.

Þar varð Jesus fyrir alvarlegum hnémeiðslum í síðasta leik Brasilíu í riðlakeppni mótsins, meiðslin urðu til þess að hann var frá keppni í fjóra mánuði.

Hann segist hafa grátið mikið eftir að ljóst varð hversu alvarleg meiðslin voru.

„Ég var mjög niðurdreginn og grét oft á daginn. En um leið og nýr dagur rann upp byrjaði ég að brosa á ný vegna þess að þetta tilheyrði fortíðinni,“ segir Jesus í nýrri heimildarþáttaröð.

Hugur Jesus fór á endurhæfinguna fram undan, hann ætlaði sér að koma sterkari til baka úr meiðslunum.

Nú er hann kominn aftur á fullt með Arsenal en mun þurfa að berjast fyrir byrjunarliðssæti því Leandro Trossard, sem keyptur var til Arsenal í janúar síðastliðnum, hefur verið að standa sig mjög vel í fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag