Gabriel Jesus, stjörnuleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal segist hafa brostið í grát eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum undir lok síðasta árs með brasilíska landsliðinu á HM í Katar. Frá þessu greinir Jesus í nýrri heimildarþáttaröð um endurkomu hans á knattspyrnuvöllinn.
Jesus gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City fyrir yfirstandandi tímabil og hafði komið sér vel fyrir í Norður-Lundúnum sem og spilað vel fyrir Arsenal þegar kom að HM í Katar undir lok nóvember.
Þar varð Jesus fyrir alvarlegum hnémeiðslum í síðasta leik Brasilíu í riðlakeppni mótsins, meiðslin urðu til þess að hann var frá keppni í fjóra mánuði.
Hann segist hafa grátið mikið eftir að ljóst varð hversu alvarleg meiðslin voru.
„Ég var mjög niðurdreginn og grét oft á daginn. En um leið og nýr dagur rann upp byrjaði ég að brosa á ný vegna þess að þetta tilheyrði fortíðinni,“ segir Jesus í nýrri heimildarþáttaröð.
Hugur Jesus fór á endurhæfinguna fram undan, hann ætlaði sér að koma sterkari til baka úr meiðslunum.
Nú er hann kominn aftur á fullt með Arsenal en mun þurfa að berjast fyrir byrjunarliðssæti því Leandro Trossard, sem keyptur var til Arsenal í janúar síðastliðnum, hefur verið að standa sig mjög vel í fremstu víglínu.
An unfortunate injury at an inopportune time.@gabrieljesus9‘s great start to life at Arsenal is rocked by knee surgery 🩼
Episode 1 of our documentary series is available exclusively to members now 👇
— Arsenal (@Arsenal) March 20, 2023