Á fimmtudaginn 23.03.23 þá ætlar FH að opna megastore verslun og kynna nýjan búning í leiðinni.
Þetta verður allt gert með pompi og prakt í Kaplakrika og byrjar þessi herlegheit klukkan 18:00 inn í Sjónarhóli.
„Léttar veitingar verða á boðstólnum,“ segir í tilkynningu.
Verslun FH verður með öllum helsta varningi sem tengist félaginu en undanfarið hefur knattspyrnudeild FH lagt mikið upp úr varningi tengdum liðinu.
💥FIMMTUDAGUR 23.03.2023!💥
VEISLAN HEFST KL. 18:00 Í SJÓNARHÓL!#ViðErumFH pic.twitter.com/LXHNJLRVMw— FHingar (@fhingar) March 21, 2023