Kyle Mclagan, leikmaður Víkings varð fyrir meiðslum gegn Val þegar liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars karla síðastliðinn Laugardag.
Kyle þurfti að fara af velli eftir 65 mínútna leik eftir samstuð við leikmann Vals og varð strax ljóst að um alvarleg meisl var um að ræða.
„Kyle fór í myndatöku eftir leikinn og hafa niðurstöðurnar því miður staðfest að um Krossbandslit og slitið innra liðband í hné sé um að ræða og aðgerð sé nauðsynleg. Því ljóst að um langt bataferli sé framundan hjá Kyle sem kemur ekki til með að spila á komandi tímabili,“ segir á vef Víkings.