Nokkrir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal láta rukka um 12 þúsund pund fyrir að senda persónuleg myndbandsskilaboð í gegnum vefsíðunna Cameo til áhugasamra einstaklinga.
Veitur á borð við Cameo, þar sem almenningi gefst tækifæri til þess að kaupa persónulegar kveðjur frá frægum einstaklingum, hafa verið að hassla sér völl undanfarin ár og hafa atvinnumenn í knattspyrnu ekki látið þann möguleika á auka tekjum fram hjá sér fara.
Daily Star greinir frá því að nokkrir leikmenn Arsenal, meðal annars Gabriel Jesus og Granitx Xhaka, séu á meðal þeirra sem gefa kost á því að keyptar séu frá þeim persónulegar kveðjur.
Jesus, sem er með um 265 þúsund pund í vikulaun hjá Arsenal, fær meðal annars 287 pund fyrir hverja kveðju sem hann tekur upp og rúm 8 þúsund pund í þóknun frá Cameo.
Xhaka er í svipuðum pakka, fær 98 pund á hverja kveðju og rúm 8 þúsund pund í þóknun.