Chelsea getur treyst á Romelu Lukaku í fremstu víglínu á næsta tímabili að sögn fyrrum sóknarmannsins, Clinton Morrison.
Lukaku náði sér ekki á strik á síðustu leiktíð fyrir Chelsea og var lánaður til Inter Milan í sumar.
Þar hafa hlutirnir ekki alveg gengið upp en Morrison telur að það sé enn möguleiki fyrir Belgann að snúa aftur.
,,Romelu Lukaku fór annað á lani og það er talað um mögulega endurkomu. Getur hann verið aðalmaðurinn?“ sagði Morrisson.
,,Ef þú ert með Romelu Lukaku í standi, miðað við þá leikmenn sem þeir hafa fengið inn, hann mun skora mörk í þessu liði.“
,,Það er svo sannarlega eitthvað til að fylgjast með. Ef þeir fá Lukaku til baka þá mun hann klárlega skora mörk í þessu liði.“