Oleksandr Zinchencko, vinstri-bakvörður Arsenal, hefur á skömmum tíma tekist að koma sér í guðtölu hjá stuðningsmönnum félagsins. Zinchenko hefur leikið lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili og í gær, eftir sigur gegn Crystal Palace, kom hann stuðningsmönnum á óvart.
Arsenal vann í gær 4-1 sigur á grönnum sínum í Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og eru Skytturnar nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City á þó leik til góða og gæti minnkað bilið niður í fimm stig.
Zinchenko gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City fyrir yfirstandandi tímabil og hefur hann fundið sig um leið í herbúðum Arsenal. Fram hefur stigið leiðtogi sem stuðningsmenn Arsenal kunna að meta og í gær eftir leik, kom Zinchenko stuðningsmönnum Arsenal á óvart.
Er Zinchenko var að aka heim frá Emirates leikvanginum, skrúfaði hann niður bílrúðuna á bíl sínum, lét bílflautuna vinna og fagnaði í áttina að stuðningsmönnum Arsenal sem voru samankomnir á bar við heimavöll félagsins.
Heyra mátti mikil fagnaðarlæti á myndbandinu af atvikinu sem unnusta Zinchenko birti á samfélagsmiðlum en myndbandið má sjá hér fyrir neðan:
Oleksandr Zinchenko enjoying Arsenal’s win against Crystal Palace today with the fans after the match. 😍🇺🇦 #afc pic.twitter.com/e9HOUfQjAB
— afcstuff (@afcstuff) March 19, 2023