Spekingar eru sannfærðir um að argentínska knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi sé á förum frá Paris Saint-Germain í sumar eftir að baulað var á leikmanninn í leik PSG gegn Rennes í gær.
Eftir leik þökkuðu leikmenn PSG, með Kylian Mbappé í fararbroddi, stuðningsmönnum sínum fyrir leikinn en Messi strunsaði inn leikmannagöngin og til búningsherbergja, pirraður.
Samningur Messi við PSG rennur út í sumar en búist var við því að hann myndi skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið.
Hins vegar virðist babb vera komið í bátinn. Einn af forkólfum PSG ultras stuðningsmannakjarnans greindi frá því í síðustu viku að hópurinn myndi mótmæla og baula á Messi, laun hans væru ekki í samræmi við framlag hans til PSG.
Surely he’s done with Paris now? 🫣🤲
— Reshad Rahman (@ReshadRahman_) March 19, 2023