Fabrizio Romano, einn virtasti blaðamaður boltanns, hefur tjáð sig um ummæli sem Jose Enrique lét falla á dögunum.
Enrique er fyrrum leikmaður Liverpool og virtist staðfesta það að Ryan Gravenberch væri á leið til Liverpool í sumar.
,,Þessi leikmaður er okkar, hann er með sama umboðsmann og ég! Við funduðum saman fyrir ekki svo löngu í London, þetta er okkar leikmaður,“ sagði Enrique.
Romano er með puttann á púlsinum í flestum málum og segist ekki kannast við þessar sögur.
,,Stuðningsmenn Liverpool hafa spurt mig út í ummæli Jose Enrique sem virtist hafa staðfest það að Ryan Gravenberch væri á leið til Liverpool,“ sagði Romano.
,,Ég hef ekkert heyrt um þetta. Bayern vildi halda Gravenberch í janúar þrátt fyrir áhuga annars staðar frá og ekkert hefur breyst á þessum tímapunkti, við sjáum hvað gerist í sumar.“
,,Hann er flottur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér en það er of snemmt að segja hvar sú framtíð liggur.“