Íslenski landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon fékk þungt höfuðhögg í leik með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby um nýliðna helgi. Sævar fékk aðhlynningu á vellinum en gat ekki haldið leik áfram vegna meiðslanna. Í mynd sem Lyngby birtir á samfélagsmiðlum af Sævari segir félagið hann hafa það gott miðað við allt.
Sævar er á leið í landsliðsverkefni með íslenska landsliðinu sem hefur vegferð sína í undankeppni EM á fimmtudaginn næstkomandi.
Í kjölfar höfuðhöggsins sem hann hlaut þurfti að sauma 8 spor til að loka skurði sem myndaðist við aðra augabrún hans en sem betur fer fékk Sævar ekki heilahristing.
ISLANDSK VIKING 🇮🇸💪🏼
Sævar Magnusson måtte tidligt i kampen forlade banen, men trods to håndfuld sting, er han heldigvis OK… 🙏🏼#SammenForLyngby pic.twitter.com/ZKNhdmUxVu
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) March 19, 2023