Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er gestur í þættinum 433.is sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld.
Í þættinum fer Jóhannes Karl yfir sviðið fyrir komandi verkefni landsliðsins sem eru fyrstu tveir leikir liðsins í undankeppni EM 2024.
Ísland mætir til leiks í undankeppninni og spilar tvo útileiki í vikunni. Þann fyrri gegn Bosníu & Herzegovinu á fimmtudaginn kemur og í kjölfarið á þeim leik mætir íslenska liðið Liechtenstein á sunnudaginn.
Þátturinn 433.is er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.