Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, mætti í Íþróttavikuna með Benna Bó þessa vikuna. Með honum þar var að vanda fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi, Hörður Snævar Jónsson.
Erling Braut Haaland skoraði fimm mörk í sama leiknum gegn Leipzig í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann var að sjálfsögðu til umræðu.
„Það er nógu erfitt fyrir marga leikmenn að skora á æfingu, hvað þá fimm mörk í Meistaradeildinni,“ sagði Arnar.
Hörður tók til máls. „Þetta er gæi sem pælir í öllu. Hvar getur hann tekið eitt prósent? Hann setur á sig gleraugu með gulu gleri þremur tímum fyrir svefn. Þau eiga að róa taugakerfið. Hann setur á sig hring með einhverjum bylgjum og mælir svefninn hans.
Svo tekur hann öll raftæki úr sambandi í svefnherberginu sínu. Hann pælir í öllu.“
„Hann er að nýta þennan 15 ára glugga sem hann á. Eftir 35 ára aldurinn er hægt að fara á fyllerí,“ sagði Arnar að lokum.