Unai Emery, stjóri Aston Villa, segir að félagið sé nú að stefna að því að komast í Evrópusæti fyrir næsta tímabil.
Villa vann 3-0 sigur á Bournemouth í gær og er aðeins fjórum stigum frá Liverpool sem situr í sjötta sæti deildarinnar.
Villa er búið að fjarlægjast fallbaráttuna eftir þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum sínum og er Emery ákveðinn í að ná Evrópusæti sem myndi koma verulega á óvart.
,,Ég er ánægður því nú erum við alveg öruggir þegar kemur að fallbaráttu. Það er mikilvægt því við vorum í vandræðum þegar ég kom,“ sagði Emery.
,,Nú getum við horft á sameiginlegt markmið sem lið. Við horfum á liðin sem eru fyrir ofan okkur.“
,,Næstu leikir eru Chelsea, Fulham, Brentford og Brighton og við erum að stefna að nýju markmiði.“