Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur útskýrt af hverju Raheem Sterling var ekki valinn í enska landsliðshópinn.
Sterling hefur verið einn af aðalmönnum Southgate síðan hann tók við en er að upplifa nokkuð erfiða tíma hjá Chelsea í dag.
England mætir Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM á næstunni og vakti athygli að Sterling fékk ekki pláss.
Það er þó ekki vegna frammistöðu hans með félagsliði heldur er hann að glíma við meiðsli.
,,Raheem er ekki heill heilsu, svo það er svarið. Ég hefði klárlega valið hann ef hann væri til taks,“ sagði Southgate.