Erling Haaland, leikmaður Manchester City, hefur verið undrabarn allt sitt líf en hann er ótrúlegur knattspyrnumaður.
Haaland er 22 ára gamall og skoraði fimmu í vikunni gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í 7-0 sigri. Hann skoraði einnig þrennu gegn Burnley í enska bikarnum í gær.
Haaland setti heimsmet aðeins fimm ára gamall og var strax ljóst að um framtíðar íþróttamann væri að ræða.
Norðmaðurinn setti heimsmet í langstökki árið 2006 fimm ára gamall er hann stökk 1,63 metra á þeim aldri.
Genin er svo sannarlega með Haaland en faðir hans er Alf Inge Haaland sem lék í ensku úrvalsdeildinni um langt skeið.
Móðir leikmannsins, Gry Marita, var einnig íþróttakona og tók þátt í frjálsum íþróttum í heimalandinu, Noregi.