Antonio Conte, stjóri Tottenham, var ansi reiður í gær eftir leik liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham komst í 3-1 í þessum leik en Southampton kom til baka og náði mjög óvænt að jafna metin.
Eftir leik gagnrýndi Conte sína leikmenn og sagði að um sjálfselska einstaklinga væri að ræða frekar en lið.
,,Það sem við höfum séð í síðustu leikjum, ég er ekki hrifinn af þessu,“ sagði Conte.
,,Ég er ekki vanur að sjá þetta. Ég sé marga sjálfselska leikmenn. Ég er ekki að horfa á lið.“