Zlatan Ibrahimovic ‘hataði’ Edinson Cavani á sínum tíma er þeir spiluðu saman með Paris Saint-Germain.
Frá þessu greinir fyrrum samherji Zlatan, Michael Ciani, en þeir léku báðir með LA Galaxy í Bandaríkjunum.
Samkvæmt Ciani var Zlatan alls enginn aðdáandi Cavani sem er goðsögn hjá PSG og lék síðar fyrir Manchester United.
Svíinn þoldi ekki þrjá eða fjóra leikmenn á öllum sínum ferli og var Cavani einn af þeim.
,,Ef þú er hrifinn af Cavani þá er Ibra ekki hrifinn af þér. Annað hvort ertu með Ibra eða þú ert gegn honum,“ sagði Ciani.
,,Hann sagði mér að allt hefði verið gott undir Laurent Blanc [fyrrum stjóra PSG], sá eini sem hann náði ekki saman með var Cavani.“
,,Hann sagðist hafa hatað þrjá eða fjóra leikmenn á öllum ferlinum og Cavani var einna f þeim.“