Markahæsti leikmaður Newcastle á tímabilinu, Miguel Almiron, verður frá keppni næstu sex vikurnar.
Almiron hefur verið í raun besti leikmaður Newcastle í vetur en liðið berst um Meistaradeildarsæti.
Þessi 29 ára gamli leikmaður meiddist á föstudag í 2-1 sigri á Nottingham Forest og eru meiðslin mun alvarlegri en í fyrstu var talið.
Guillermo Barros, landsliðsþjálfari Paragvæ, hefur staðfest meiðsli leikmannsins og að hann verði frá í dágóðan tíma.
Það er gríðarlegur skellur fyrir Newcastle en í fyrstu var talið að Almiron yrði frá í þrjár vikur.