Það kemur ansi mörgum á óvart að heyra hvaða lið bakvörðurinn Pape Souare varf að skrifa undir hjá en það lið leikur í ensku þriðju deildinni.
Souare er 32 ára gamall en hann hefur gert samning við Morecambe sem er í fallbaráttu í ‘League One’.
Souare var á sínum tíma mjög eftirsóttur bakvörður í Evrópu en hann gekk í raðir Crystal Palace árið 2015 frá Lille.
Meiðsli settu strik í reikning Souare hjá Palace og lék hann 48 deildarleiki á fjórum árum og samdi síðar við Troyes og svo Charlton.
Souare mun nú reyna fyrir sér í þriðju efstu deild en hann á að baki 22 landsleiki fyrir Senegal.