Fyrrum miðjumaðurinn Jamie O’Hara fékk nóg í beinni útsendingu TalkSport er hann ræddi við Jason Cundy um tvo miðjumenn.
Cundy er fyrrum leikmaður Chelsea og vill meina að Martin Ödegaard sé um þessar mundir besta tían í ensku úrvalsdeildinni.
Ödegaard hefur verið frábær fyrir topplið Arsenal og er svo sannarlega hægt að gera rök fyrir því að hann sé sá besti í vetur.
O’Hara gerði garðinn frægan með Tottenham en hann var steinhissa eftir ummæli Cundy, svo mikið að hann ákvað að yfirgefa stúdíóið.
O’Hara vill meina að Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, sé alltaf besta tían í deildinni og bendir á leikinn við RB Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni sem vannst 7-0.
,,Þetta tengist Arsenal ekki neitt. Ég skal segja þér stöðuna. Ég hef setið hér í 18 mánuði og hef þurft að vinna með þessum hálfvita sem velur Ödegaard fram yfir De Bruyne,“ sagði O’Hara.
,,Sáuði De Bruyne spila gegn RB Leipzig? Hann var stórkostlegur. Þú ert að segja mér að ef það væri úrslitaleikur á morgun, þá myndirðu velja Ödegaard frekar en Kevin de Bruyne?“