Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er orðinn nokkuð lítill í sér hjá félaginu eftir fá tækifæri á tímabilinu.
Þetta segir liðsfélagi hans, Thibaut Courtois, en þeir leika saman með Real sem og belgíska landsliðinu.
Carlo Ancelotti, stjóri Real, virðist ekki ætla að nota þennan 32 ára gamla leikmann sem var áður frábær fyrir Chelsea.
,,Þegar Hazard kom til baka eftir HM þá æfði hann mjög vel og beið eftir tækifæirinu því Brasilíumennirnir voru ekki mættir,“ sagði Courtois.
,,Tækifærið kom aldrei og hann varð nokkuð lítill í sér. Hann hefur aldrei komið illa fram við neinn.“
Hazard hefur sjálfur staðfest að samband hans við Ancelotti sé ekki gott en hann hefur byrjað tvo leiki á öllu tímabilinu.