Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ætlar að giftast kærustu sinni Harriet Robson samkvæmt enskum götublöðum.
Mikið hefur verið fjallað um Greenwood undanfarna mánuði og ár en hann var ásakaður um að hafa beitt Harriet kynferðislegu ofbeldi í janúar í fyrra.
Framtíð Greenwood í boltanum er mjög óljós en í febrúar var hann sýknaður af öllum ákærum eftir að mörg vitni neituðu að gefa sig fram.
Samkvæmt enskum götublöðum er Greenwood nú að undirbúa bónorð og vill giftast Harriet sem á von á þeirra fyrsta barni.
Greenwood hefur tjáð fjölskyldu sinni að hann ætli að biðja Harriet og er búst við að hún muni svara játandi.