Barcelona og Tottenham ætla óvænt í strið á félagaskiptamarkaðnum í sumar samkvæmt CalcioMercato á Ítalíu.
Miðillinn segir frá því að þessi tvö lið hafi mikinn áhuga á að semja við miðjumanninn sofyan Amrabat.
Amrabat er 26 ára gamall en hann vakti verulega athygli með landsliði Marokkó á HM í Katar.
Amrabat spilar með Fiorentina á Ítalíu og eru allar líkur á að hann færi sig um set í sumarglugganum.
Amrabat er samningsbundinn til ársins 2024 og ætla þessi tvö félög að gera allt til að næla í sinn mann er glugginn opnar.