Sendinefnd Sheik Jassim var á tíu tíma fundi með forráðamönnum Manchester United í gær. Enskir miðlar segja að endurbætt tilboð muni berast frá þeim.
Sheik Jassim og hans nefnd hefur nú fengið betra aðgang að gögnum um fjárhag United og þá einnig fengið að skoða Old Trafford og æfingsvæðið.
Sendinefndin frá fjárfestingahópnum í Katar mun leggja fram betra tilboð en áður. Sir Jim Ratcliffe er væntanlegur á Old Trafford en hann vill einnig kaupa félagið.
Í gær var fjöldi lögfræðinga var með í för auk fulltrúa Bank of America en þarna voru líka aðilar mjög tengdir Sheik Jassim.
Glazer fjölskyldan vill fá um 6 milljarða punda fyrir United en líklegt er talið að hægt sé að ná samkomulagi í kringum 5 milljarða punda.