Christophe Galtier, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, segir ekki tímabært að ræða samningsmál Lionel Messi eins og er.
Samningur Messi rennur út í sumar og gæti argentíski heimsmeistarinn því farið frítt, skrifi hann ekki undir nýjan samning.
Messi hefur til að mynda verið orðaður við lið í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu.
„Það er enn of snemma að ræða samningsmál Messi,“ segir Galtier.
Hann segir vilja hjá öllum aðilum, þar á meðal Messi, að hann verði áfram.
„Ég veit að Leo, stjórnin og forsetinn ræða mikið saman.
Hvað varðar framtíð hans hér þá vilja báðir aðilar að hann verði áfram. Messi er ánægður hér.“