Manuel Akanji varnarmaður Manchester City birtir svala mynd af sér á Instagram í gær þar sem Jude Bellingham var mættur að ræða málin.
Bellingham og Akanji voru miklir vinir hjá Borussia Dortmund en Akanji var seldur til City síðasta sumar.
Forráðamenn Manchester City vonast til þess að Bellingham komi sömu leið í sumar en vita að samkeppnin er mikil.
Jack Grealish leikmaður City og samherji Bellingham hjá enska landsliðinu reynir að hjálpa til við að landa þessum magnaða leikmanni.
„Komdu til City,“ skrifaði Grealish léttur og „taggaði“ Bellingham í ummælum sínum.