Sir Jim Ratcliffe er mættur á Old Trafford til að halda áfram viðræðum um möguleg kaup hans á Manchester United.
Sheik Jassim og sendinefnd hans frá Katar fundaði á Old Trafford í gær en Glazer fjölskyldan er með félagið í formlegu söluferli.
Aðilar fá nú betri innsýn inn í stöðu félagsins og í hvaða endurbætur þarf að ráðast.
Aðilarnir fá svo tíu daga til að gera endurbætt tilboð í félagið en Sheik Jassim og hans hópur hefur látið það leka út að endurbætt tilboð komi frá þeim.
Ratcliffe ólst upp sem stuðningsmaður Manchester United og er einn efnaðasti maður Bretlands. Hann hefur verið stórtækur á Íslandi og keypt stórt landsvæði á Austurlandi.
Sir Jim Ratcliffe arrives at Old Trafford for meetings today. [@danroan] #mufcpic.twitter.com/UbHzRRlgtk
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) March 17, 2023