Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu er í landsliðshópi Portúgal fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM þar sem liðið er meðal annars með Íslandi í riðli.
Roberto Martinez, nýr landsliðsþjálfari Portúgal hefur opinberað landsliðshóp liðsins fyrir komandi leiki þess gegn Liechtenstein og Lúxemborg og þar má finna nafn Ronaldo.
Ronaldo gæti því spilað landsleiki númer 197 og 198 gegn fyrrnefndum þjóðum og þá er enn möguleiki á því að landsleikur númer 200 hjá honum verði leikur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í sumar.
„Ronaldo kemur með mikla reynslu inn í þennan hóp leikmanna og er mikilvægur partur af liðinu. Ég horfi ekki á aldur leikmanna þegar að ég vel í landsliðið,“ sagði Martinez, landsliðsþjálfari Portúgal eftir að landsliðshópurinn var opinberaður.
Ronaldo er 38 ára gamall og freistar þess nú að taka enn eitt skrefið með portúgalska landsliðinu. Í þeim 196 landsleikjum sem hann á fyrir heimaland sitt hefur hann skorað 118 mörk, þá leiddi hann samlanda sína til sigurs á EM árið 2016.
𝗧𝗵𝗲 𝗖𝗛𝗢𝗦𝗘𝗡 𝗢𝗡𝗘𝗦. ⚡🇵🇹 Senhoras e senhores, estes são os eleitos de Roberto Martínez para os próximos jogos 👊 #VesteABandeira pic.twitter.com/gS1r0cuhYH
— Portugal (@selecaoportugal) March 17, 2023