Manchester City og Bayern Munchen drógust gegn hvoru öðru í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Eins og flestir vita er Joao Cancelo á mála hjá Bayern en á láni frá City.
Hann lenti í útistöðum við Pep Guardiola og var að lokum lánaður til Bayern í janúar.
Þýska félagið getur svo keypt Cancelo á 70 milljónir evra í sumar.
Sem fyrr segir munu Bayern og City mætast í Meistaradeildinni. Þar má Cancelo spila, þrátt fyrir að vera í eigu City.
Enska félagið setti enga klásúlu í samninginn við Bayern þess efnis að Portúgalinn mætti ekki mæta City.
Cancelo getur því farið á sinn gamla heimavöll í næsta mánuði.