Það kemur fáum á óvart að varnarmaðurinn Pedro Porro fagnaði sigri Sporting Lisbon á Arsenal í gær.
Porro er 23 ára gamall en hann var bakvörður Sporting í þrjú ár áður en hann gekk í raðir Tottenham.
Tottenham eru grannar Arsenal í London en það síðarnefnda er úr leik í Evrópudeildinni eftir vítaspyrnukeppni gærdagsins.
Porro fylgdist að sjálfsögðu með sínum mönnum og setti inn tvær færslur, eina á meðan leik stóð og svo aðra eftir lokaflautið.
Porro óskaði sínu fyrrum félagi til hamingju með að vera komið áfram en Sporting kom mörgum á óvart í leik sem lauk 1-1 og vann svo í vítaspyrnukeppni eftir að fyrri leiknum hafði lokið með 2-2 jafntefli.
Parabéns @Sporting_CP 💚💚💚💚💚💚💚💚💚💚💚💚
— Pedro Porro (@Pedroporro29_) March 16, 2023