Crystal Palace er búið að reka Patrick Vieira úr starfi knattspyrnustjóra eftir tæp tvö ár í starfi.
Ekkert hefur gengið hjá Palace undanfarnar vikur og er Palace komið í bullandi fallbaráttu.
Palace skorar lítið sem ekkert af mörkum og staðan hefur versnað undanfarnar vikur, liðið kemur varla skoti að marki andstæðingsins.
Palace hefur átt fast sæti í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár en Vieira fær ekki tækifæri til að mæta Arsenal um helgina.
Ekki kemur fram hver tekur við Palace fyrir sunnudaginn en félagið segist greina frá því innan tíðar.
Crystal Palace Football Club can confirm that Patrick Vieira has left his post as First Team Manager.#CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 17, 2023