Mikel Arteta skaut til baka á Erik ten Hag eftir leik Arsenal og Sporting í Evrópudeildinni í gær.
Sporting vann í vítaspyrnukeppni og tveir leikmenn Arsenal meiddust í leiknum, þeir Takehiro Tomiyasu og William Saliba.
Ten Hag sagði á dögunum að hans menn í Manchester United hafi verið óheppnir með meiðsli á leiktíðinni en Arsenal hafi verið með sitt sterkasta lið mest allt tímabilið.
„Við höfum glímt við meiðsli allt tímabilið. Emile Smith Rowe var frá í fjóra mánuði, Gabriel Jesus í fjóra mánuði, Alex Zinchenko í tvo og hálfan mánuð, Thomas Partey í einn og hálfan mánuð og Eddie Nketiah í einn og hálfan mánuð,“ segir Arteta.
„Við höfum glímt við mikið af meiðslum en höfum tekist á við það.“