Telegraph segir frá því í dag að Manchester United sé byrjað að láta til sín taka í baráttu um Jude Bellingham miðjumann Dortmund í sumar.
Segir að Erik ten Hag stjóri United hafi mikinn áhuga á þessum enska landsliðsmanni, hann geti orðið framtíðar fyrirliði félagsins.
Telegraph hefur aðila tengdum Bellingham að United væri kostur sem hann myndi skoða og allt sé opið.
Liverpool, Manchester City og Real Madrid eru öll á eftir 19 ára miðjumanni Dortmund sem má fara í sumar berist tilboð um og yfir 100 milljónir punda.
Liverpool hefur gríðarlegan áhuga á Bellingham og hefur landsliðsmaðurinn mest verið orðaður við Jurgen Klopp og hans lærisveina.