Stuðningsmenn Manchester United eru margir hverjir ansi reiðir yfir ósamræmi í dómum á Englandi og þá í samhengi við rautt spjald sem Casemiro fékk um helgina.
Roméo Lavia leikmaður Southampton átti svipaða tæklingu og Casemiro um helgina en var ekki vikið af velli.
Casemiro er á leið í fjögurra leikja bann eftir að hafa verið vikið af velli í leik gegn Southampton um helgina.
Lavia tók álíka tæklingu í gær en VAR tæknin sem rak Casemiro af velli var ekki notuð í þetta skiptið.
Brotið hjá Lavia er hér að neðan.
Lavia just made the exact same tackle as Casemiro (even worse) but no red card.
Where's the consistency, @premierleague?pic.twitter.com/7w6tHgjTtd
— UF (@UtdFaithfuls) March 15, 2023