Sporting Lisbon er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Arsenal í leik kvöldsins sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Fyrri leik liðanna í Portúgal lauk með 2-2 jafntefli og því var von á afar áhugaverðum leik í kvöld.
Arsenal komst yfir í fyrri hálfleik með góðu marki frá svissneska miðjumanninum Granit Xhaka. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.
Seinni hálfleikurinn bauð síðan upp á eitt flottasta mark Evrópudeildarinnar hingað til á þessu tímabili.
Þegar að rétt rúmar 60. mínútur höfðu liðið leiks fékk Pedro Goncalves, leikmaður Sporting, boltann við miðjubogann og hann gerði sér lítið fyrir og lét vaða í áttina að marki Arsenal.
Knötturinn sveif yfir Aaron Ramsdale í markinu og endaði í netinu, staðan orðin 1-1.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.
Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu leikmenn Sporting úr öllum sínum spyrnum á meðan að Gabriel Martinelli, leikmanni Arsenal brást bogalistin í sinni spyrnu.
Sporting fór því áfram og dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun.
Liðin sem hafa tryggt sig áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar:
Sevilla
Feyenoord
Manchester United
Juventus
Bayer Leverkusen
Roma
Royale Union Saint Gilloise
Sporting Lisbon