Fjöldi fulltrúa fyrir hönd Sheik Jassim mætti á Old Trafford í dag til að halda áfram viðræðum um kaup á félaginu.
Aðilar sem hafa áhuga á að kaupa félagið munu á næstu dögum mæta á Old Trafford í viðræður um kaupin.
Fréttamenn Sky segja að viðræðurnar hafi gengið ansi vel í dag en fulltrúar Sheik Jassim skoðuðu bókhald félagsins ítarlega.
Fjöldi lögfræðinga var með í för auk fulltrúa Bank of America en þarna voru líka aðilar mjög tengdir Sheik Jassim.
Fleiri aðilar eru væntanlegir á Old Trafford á næstu dögum og þar á meðal er Sir Jim Ratcliffe.
Sheikh Jassim’s representatives at Old Trafford today. [@TheSunFootball] #mufc pic.twitter.com/cv97HiZySn
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) March 16, 2023